Óskað er eftir tilboðum í verkefnið: Úrgangsþjónusta Dalabyggð – Söfnun og úrvinnsla úrgangs fyrir heimili og stofnanir og rekstur gámastöðvar Dalabyggðar.
Verkið felst í söfnun, losun og ráðstöfun úrgangs úr ílátum fyrir óflokkaðan úrgang, flokkaðan úrgang og fyrir lífrænan úrgang. Vertaki skal annast úrgangsþjónustu við öll heimili, stofnanir og sumarhús í sveitarfélaginu, auk tæminga á grenndargámum og rekstur gámastöðvar.
Gert er ráð fyrir þriggja (3ja) ára samningi með möguleika á að framlengja samning tvisvar (2) sinnum um eitt (1) ári í senn, þannig að samningstími verði samtals fimm (5) ár.
Nánari upplýsingar er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.