Afmæli á Eiríksstöðum og bæjarhátíð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. júlí nk. verður haldið upp á 10 ára afmæli Eiríksstaða ásamt því að blásið verður til léttrar bæjarhátíðar í Búðardal.
Dagskráin hefst upp úr hádegi á Eiríksstöðum og verður þar mikið um húllumhæ. Víkingafélagið okkar verður á staðnum en einnig kemur í heimsókn víkingafélagið Hringhorni sem ætlar að gleðja gesti með allskonar leikjum og bardagaatriðum. Allir eru hvattir til þess að klæðast víkingabúningum og taka virkan þátt hátíðahöldunum. Dagskráin stendur yfir á meðan Eiríksstaðir eru opnir eða til kl. 18 og er aðgangur ókeypis.
Um kvöldið færast hátíðahöldin inn í Búðardal þar sem margt verður til gamans gert. Markaðstjald verður á staðnum, Dalaleikar verða haldnir að hætti leikfélagsins, varðeldur kveiktur og fl.
Í Leifsbúð verður lifandi tónlist og ný sýning listaverka úr Listasafni Dalasýslu verður opin þar um leið.
Leikfélagið stendur fyrir balli í Dalabúð og mun Hljómsveitin Dalton halda uppi stuðinu inn í nóttina.
Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í markaðsdegi, sýningum, uppákomum og þess háttar eru hvattir til að hafa samband við Herdísi í s: 695-0317 eða í netfangið herdis@dalir.is.
Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei