Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð sem verður skipað í nóvember.
Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára.
Hlutverk ungmennaráðs er m.a.:
- Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu.
- Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila.
- Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum.
- Að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins.
Stjórn ungmennaráðs skipa 4 fulltrúar; formaður, varaformaður, ritari og varamaður. Auk kjörinna fulltrúa eiga formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri rétt á að sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt.
Ungmennaráð er skipað til eins árs í senn en fræðslunefnd hefur lagt það til við sveitarstjórn að erindisbréfi ungmennaráðs verði breytt þannig að skipunartími fulltrúa í ungmennaráð verði tvö ár og skipað verði í helming sæta árlega. Því er nú skipað í ungmennaráð með fyrirvara um þær breytingar.
Annars starfar ungmennaráð Dalabyggðar eftir erindisbréfi ráðsins sem finna má hér: Erindisbréf ungmennaráðs Dalabyggðar
Framboðum skal skila til tómstundafulltrúa Dalabyggðar fyrir 4.11.2020
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Jón Egil Jónsson, tómstundafulltrúa á netfangið tomstund@dalir.is eða í síma 867-5604.