Verslunarmannahelgin í Dölum og nágrenni

DalabyggðFréttir

Ýmislegt verður um að vera hér í Dölum um helgina, bæði skipulagt og óskipulagt.
Málþing um Matthías Jochumson á Nýp, Skarðsströnd á laugardag.
Farið um söguslóðir Melkorku Mýrkjartansdóttur á sunnudag.
Sýningin Dalir og Hólar 2010 verður í Ólafsdal, Króksfjarðarnesi, Nýp og Röðli.
Í Ólafsdal í Gilsfirði er sýning í tilefni að 130 ár eru síðan Torfi Bjarnason stofnaði búnaðarskóla þar.
Og eins og alla aðra daga í sumar verður opið á Eiríksstöðum, Leifsbúð og Byggðasafni Dalamanna.
Fyrir þá sem ætla að heimsækja nágrannasveitarfélögin þá er leiksýningin Hallveig ehf í Reykholti á laugardaginn og Bárðarsaga Snæfellsáss í Rifi og Hans klaufi í Munaðarnesi á sunnudaginn. Unglingalandsmótið er í Borgarnesi, nytjamarkaður í Brákarey og margt annað athyglisvert um að vera í Borgarfirði og Snæfellsnesi.
Handverksfélagið Assa verður með opið í Króksfjarðarnesi. Messað verður í Árneskirkju á Ströndum á sunnudag. Sauðfjársetrið, Galdrasýning, Kotbýli kuklarans og Minja- og handverkshúsið Kört eru síðan opin eins og venjulega.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei