Riishús Borðeyri

DalabyggðFréttir

Nokkrar konur í Hrútafirði hafa tekið sig saman og eru að setja upp nytja- og handverksmarkað ásamt kaffisölu í Riishúsinu á Borðeyri. Opnað verður laugardaginn 23. júní og verður opið daglega kl. 14-17 í sumar fram til 10. ágúst.
Þetta átak er fjársöfnun fyrir áframhaldandi endurbyggingu Riishússins. Allur ágóði af nytjamarkaðinum gengur beint til hússins og hluti af kaffisölunni. Húsið hefur verið í viðgerð í nokkur ár og nú vantar aðeins herslumuninn til að hægt sé að klára neðri hæð hússins. Allar framkvæmdir hafa verið kostaðar til af styrkjum og gjöfum og ekki nokkur króna verið tekin að láni, þannig að hver króna nýtist til endurbóta.
Þetta er eitt elsta verslunarhús landsins frá 1862, en Borðeyri á sér langa og merka verslunarsögu allt frá söguöld. Á síðari tímum komu þar að verslun m.a. Pétur Eggerz úr Akureyjum. Richard P. Riis rekur þar síðan verslun með útibú á Hólmavík og Hvammstanga. Kaupfélag Hrútfirðinga tekur síðan við verslunarrekstri á staðnum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei