Og fræðsludagskrá í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar heldur áfram. Þennan fyrri hluta nóvember verður annars vegar kynningarfundur og hins vegar kaffispjall á dagskrá:
Miðvikudagurinn 2. nóvember kl.17:00 – Kynningarfundur:
„HEFJA REKSTUR/STOFNA FYRIRTÆKI – HVAÐ GERI ÉG?“
Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuþróunar hjá SSV fer yfir fyrstu skrefin við að stofna fyrirtæki og hefja eigin rekstur.
Þriðjudagurinn 8. nóvember kl.18:00 – Kaffispjall:
„DALABYGGÐ – HLUTVERK OG SKYLDUR“
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri ræðir hlutverk sveitarfélagsins og framtíðarhorfur.