Málþing verður um Matthías Jochumsson að Nýp á Skarðsströnd, laugardaginn 31. júlí kl. 15-17.
Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði og í ár eru því 175 ár frá fæðingu hans.
Að þessu tilefni verður málþing að Nýp um Matthías.
Kristján Árnason þýðandi og bókmenntafræðingur mun flytja erindi um þýðingar og skáldskap Matthíasar.
Og Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir rithöfundur mun síðan fjalla um bernsku skáldsins að Skógum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Nýpurhyrnu.