Þann 11. mars næstkomandi verður haldinn borgarfundur um áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun á Vesturlandi. Vesturland er eitt af sex tilraunsvæðum Evrópurannsóknarinnar IN SITU sem hvetur til samtals um áskoranir og tækifæri í atvinnugreininni. Við hvetjum alla sem starfa innan menningar og skapandi greina til að mæta, þetta er umræða sem skiptir máli fyrir samfélagið og þróun þess. Umræðan er til alls fyrst og hún getur haft áhrif á framgang menningar og skapandi greina.
IN SITU er nýtt alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem Háskólinn á Bifröst er aðili að og tekur þátt í að vinna fram til ársins 2026. Verkefnið er styrkt af Horizon sjóð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. IN SITU er framkvæmdarstýrð rannsókn sem skoðar mikilvægi tengsla á landfræðilegu rými, samfélagslegum áhrifum fólks og menningarstarfsemi. Hún byggir á mikilvægi þeirra sem koma að menningarstarfsemi á landsvæðinu, sem til rannsóknar er, og áhrifum þeirra á uppbyggingu samfélagsins.
Fólk er hvatt til að taka laugardaginn 11. mars frá og njóta hans á Bifröst í góðu yfirlæti og gæðaspjalli.
Hér má skrá þátttöku sína á menningarmótið.