Menntastefna Dalabyggðar samþykkt og birt

DalabyggðFréttir

Menntastefna Dalabyggðar til ársins 2029 hefur verið samþykkt og er nú birt á heimasíðu Auðarskóla og sveitarfélagsins. Stefnan er afrakstur samstarfs fræðslunefndar, skólasamfélagsins, íbúa og skólaráðgjafar Ásgarðs ehf.

Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar.

Menntastefnunni er einnig ætlað að stuðla að framsækni og með vellíðan allra barna, ungmenna og um leið alls skólasamfélagsins að leiðarljósi. Það sem lagt er til grundvallar í öllu starfi með börnum og ungmennum í Dalabyggð er virðing, jákvæðni og framsækni.

Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skóla-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Henni fylgja gæðaviðmið sem vísa veginn í átt að framtíðarsýn sveitarfélagsins og nýtast jafnframt við framkvæmd á innra og ytra mati á skólastarfi.

Nýja menntastefnu Dalabyggðar má finna hér og er allir áhugasamir hvattir til að kynna sér hana: Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029
Hér má svo nálgast gæðahandbók stefnunnar: Menntastefna Dalabyggðar – gæðahandbók

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei