Umræðufundur atvinnumálanefndar um forgangsröðun vegaframkvæmda

DalabyggðFréttir

Fyrir um ári síðan, eða í júní 2023 var gefin út skýrslan „Forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð“ sem unnin var af atvinnumálanefnd Dalabyggðar.

Markmiðið með gerð forgangsröðunar var að setja fram raunhæfa áætlun um vegaframkvæmdir í Dalabyggð. Um er að ræða skýrslu sem telur yfir tuttugu blaðsíður þar sem farið er yfir yfirstandandi framkvæmdir og svo forgangsröðun á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum ásamt öðrum áherslum.
Vissulega væri hægt að hafa mun fleiri tillögur í skýrslunni hverju sinni en henni er ætlað að vera lifandi skjal sem uppfærist eftir því sem framkvæmdum vindur fram og/eða áherslur taka breytingum.

Dalabyggð er áfram um að markmið nái fram að ganga um greiðar, öruggar, hagkvæmar, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun. Telur Dalabyggð að forgangsröðun og áherslur sem settar voru fram í skýrslunni miði einmitt að því að samgöngur innan sveitarfélagsins nái þeim markmiðum.

Tekið var fram að endurskoða ætti forgangsröðun árlega og við þá endurskoðun hafa samráð við íbúa. Því boðar nefndin nú til umræðufundar um téða forgangsröðun þriðjudaginn 4. júní kl.17:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Öll velkomin.

Skýrsluna má kynna sér hér: Forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð – skýrsla

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei