|
Dalabyggð auglýsir eftir aðilum til að taka að sér dagvistun barna í heimahúsum.
Eftirspurn eftir leikskólavistun er meiri fyrri hluta ársins 2012 en leikskóladeild Auðarskóla getur annað. Sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað 20. apríl 2010 að greiða niður daggjöld vegna barna sem eru í daggæslu í heimahúsum og eiga lögheimili í Dalabyggð.
Niðurgreiðslur eru m.a. háðar eftirfarandi skilyrðum:
a) | Að dagforeldri hafi leyfi yfirvalda til daggæslu á heimili sínu. |
b)
|
Að barnið sé á aldrinum 6 mánaða til 6 ára (að upphafi skólagöngu). |
c)
|
Að fyrir liggi þjónustusamningur milli dagforeldris, foreldra og félagsmálanefndar Dalabyggðar. |
Reglur um niðurgreiðslur daggjalda eru á vef Dalabyggðar og um dagvistun barna gildir reglugerð nr. 907/2005.
Þeir sem áhuga kunna að hafa á að taka að sér dagvistun á heimili sínu eru beðnir um að hafa samband við Svein Pálsson sveitarstjóra í síma 430 4700 eða með tölvupósti sveitarstjori @ dalir.is.