Sviðaveisla FSD

DalabyggðFréttir

Sviðaveisla, hagyrðingar, skemmtun og dansleikur verður í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal föstudagskvöldið 24. október kl. 19:30.
Í boði verða köld svið, söltuð svið, reykt svið, sviðalappir og fleira.
Hagyrðingar verða
– Kristján Ragnarsson
– Ragnar Ingi Aðalsteinsson
– Helga Guðný Kristjánsdóttir
– Ólína Þorvarðardóttir
– Helgi Zimsen
Stjórnandi verður Viðar Guðmundsson.
Einnig syngur Gissur Páll Gissurarson.
Um dansleikinn að aflokinni sviðaveislu sjá Smalarnir frá Súgandafirði. 16 ára aldurstakmark er á dansleikinn.
Miðapantanir á sviðaveisluna eru hjá Ragnheiði í síma 849 2725 til og með þriðjudeginum 21. október.
Aðgangseyrir er 5.500 kr. Forsala á sviðaveislu verður í hjá KM þjónustunni fimmtudaginn 23. október frá kl 15-17.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei