Villibráðarveislur í Hótel Bjarkalundi

DalabyggðFréttir

Jólaboðarnir eru snemma á ferðinni sumir hverjir. Hið árlega jóla- og villibráðarhlaðborð í Hótel Bjarkalundi verður laugardagskvöldin 14. og 21. nóvember og verður með svipuðu sniði og verið hefur. Í fyrra var það líka haldið með viku millibili á sama tíma í nóvember við góðar undirtektir. Æskilegt er að borð séu pöntuð með góðum fyrirvara.
Matseðillinn liggur ekki enn fyrir í smáatriðum en verður væntanlega svipaður og í fyrra. Meðal þeirra dýrategunda sem þá gáfu hráefni í matinn voru hreindýr, selur, gæs, lundi og hrefna. Þar voru einnig á borðum lambalæri og nautakjöt ásamt laxi og síld og mörgu öðru.
Hlynur Þór Magnússon – gsm 892 2240
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei