Forsetinn í heimsókn

DalabyggðFréttir

Það var mikil gleði í dag þegar forsetinn Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sótti Dalina heim. Eftir stuttan fund með sveitarstjórn fór forsetinn á fund starfsmanna og barna í Auðarskóla í Búðardal. Hann heimsótti allar bekkjardeildir skólans og lauk heimsókn sinni á tónleikum með hljómsveitinni FM Belfast. Þar var mikil gleði ríkjandi eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Dagskráin heldur áfram í dag og á forsetinn eftir að heimsækja Dvalarheimilið Silfurtún, MS og Guðrúnarlaug í Sælingsdal. Einnig situr forsetinn stofnfund ungra bænda.
Fleiri myndir hér
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei