Föstudaginn 27. nóv. var Skátafélagið Stígandi með jólafund á Silfurtúni. Rúmlega 30 krakkar og nokkrir foreldrar áttu þar góða stund með íbúum Silfurtúns. Nokkur lög voru sungin og krakkarnir sögðu aðeins frá skátastarfinu. Vel var tekið á móti hópnum kakó og kökur runnu ljúflega niður og allir voru saddir og sælir á sál og líkama eftir þessa samverustund. Meðal annars fóru skátarnir með Friðarlogann til varðveislu á Silfurtúni. Íbúar og starfsfólk ætlar að fóstra logann eitthvað fram í desember og eru Dalamenn hvattir til að fara á Silfurtún og fá sér ljós úr loganum. Friðarloginn kom til landsins 2001 og síðan þá hafa skátar séð um að dreifa honum. Farin er hringferð um landið fyrir jólin og loginn afhentur skátafélögum víðsvegar um landið.