Húsaleigubætur

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. janúar 2015. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánuðar.
Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknarblöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins.
Með umsókn skulu fylgja
– frumrit þinglýsts húsaleigu-samnings
– íbúavottorð frá þjóðskrá
– staðfest afrit skattframtals síðasta árs
– launaseðlar þeirra er búa í íbúðinni fyrir síðustu þrjá mánuði eða upplýsingar um reiknað endurgjald
– staðfesting skóla um nám barna umsækjenda 20 ára og eldri.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei