|
Dalabyggð tilkynnir hér með að ekki verða sendir út álagningarseðlar í bréfpósti fyrir árið 2012.Þess í stað geta eigendur fasteigna nálgast álagningarseðil sinn á upplýsinga- og þjónustuveitunni Ísland.is. Þessi birting kemur í stað þess að senda tilkynningar með hefðbundnum bréfpósti.
Nokkur hagræðing felst í rafrænni upplýsingagjöf. Dreifing verður ódýrari þar kostnaður við prentun, umslög, pökkun og póstburðargjöld fellur niður. Eigandur fasteigna geta nálgast álagningaseðla þegar þeim hentar. Þeir sem eiga fasteignir í fleiri en einu sveitarfélagi geta fengið yfirsýn yfir öll sín fasteignagjöld á einum stað.
Áfram verður hægt að óska eftir álagningarseðli í bréfpósti með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 430 4700 eða á sveitarstjori@dalir.is.