Verið er að vinna í tómstundabækling Dalabyggðar fyrir vorið 2013. Bæklingurinn er gefinn út af Dalabyggð og eru allir þeir sem standa fyrir tómstundastarfi, námskeiðum og eða viðburðum hvattir til að senda inn upplýsingar. Gildir það bæði fyrir börn og fullorðna.
Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru:
1. Heiti námskeiðs/atburðar
2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði
3. Heiti kennara/þjálfara
4. Staðsetning
5. Tímabil námskeiðs/atburðar (t.d. 15. janúar – 15. maí)
6. Vikudagar sem námskeiðið fer fram (t.d. þriðjudagar)
7. Tímasetningar (t.d. kl. 16 – 17)
8. Verð
9. Ef það þarf að skrá sig, þá þarf að gefa upp síma eða netfang hjá þeim aðila sem tekur við skráningum.
10. Æskilegt er að mynd sé send með.
2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði
3. Heiti kennara/þjálfara
4. Staðsetning
5. Tímabil námskeiðs/atburðar (t.d. 15. janúar – 15. maí)
6. Vikudagar sem námskeiðið fer fram (t.d. þriðjudagar)
7. Tímasetningar (t.d. kl. 16 – 17)
8. Verð
9. Ef það þarf að skrá sig, þá þarf að gefa upp síma eða netfang hjá þeim aðila sem tekur við skráningum.
10. Æskilegt er að mynd sé send með.
Ef tímasetningar stangast á viðburðum fyrir sama aldurshóp verður haft samband við viðkomandi og lausn fundin á.
Skilafrestur er til fimmtudagsins 3. janúar 2013. Þeir sem hafa allt tilbúið eru hvattir til að senda upplýsingarnar strax og flýta þannig fyrir vinnu við bæklinginn, í stað þess að bíða til síðasta dags.
Svala Svavarsdóttir mun taka á móti skráningum og veita nánari upplýsingar. Netfangið er budardalur@simnet.is og síminn 861 4466.