Breytingar á sorphirðu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur ákveðið, að höfðu samráði við Gámaþjónustu Vesturlands ehf. að almenn sorphirða frá heimilum verði á 14 daga fresti frá 1. apríl. Sorphirðing verður annan hvern þriðjudag.
Samhliða þessu verða gerðar breytingar á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) þannig að íbúar geta komið með flokkað sorp á öllum tímum sólarhrings og losað í svokallaða flokkunarkrá.
Með því að flokka sorp í helstu sorpflokka sbr. hér að ofan á ein sorptunna að nægja hverju heimili. Ef sú verður ekki raunin er mögulegt að panta aukatunnu. Gjald fyrir losun aukatunnu er kr. 14.980 pr. ár skv. gjaldskrá Dalabyggðar fyrir árið 2014.
Frá 1. apríl verður flokkunarstöðin opin tvo daga í viku, þriðjudaga 15 – 18 og laugardaga 11 – 14.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei