Jörvagleði 2015

DalabyggðFréttir

Jörvagleði 2015 verður dagana 23. – 26. apríl 2015.

Fimmtudagur 23. apríl – sumardagurinn fyrsti

12:30 Firmakeppni hesteigendafélags Búðardals á reiðvellinum í Búðardal
14:00 Setning Jörvagleði í Dalabúð. Skrúðaganga, barnaskemmtun, ljósmyndagetraun og kaffisala.
16:00 – 18:00 Tækjasýning hjá Tona á Vesturbraut 8.
20:00 Hanna Dóra Sturludóttir ásamt hljómsveitinni Salon Islandus í Dalabúð

Föstudagur 24. apríl

21:00 Leikdeild ungmennafélagsins Grettis á Hvammstanga flytur farsann Öfugu megin uppí í Dalabúð

Laugardagur 25. apríl

11:00-14:00 Förðunarfræðingarnir Hildur Ýr og Árný Björk standa fyrir förðunarnámskeiði. í Rauðakrosshúsinu.
13:00 Davíðsmót í Bridge í Tjarnarlundi.
13:00 Randi Holaker, reiðkennari, verður með sýnikennslu í reiðhöllinni. – Frestað til 1. maí.
14:00 Dalabúð: Söfnunartónleikar og uppboð fyrir hljóðkerfi í Dalabúð.
21:00 Tónleikar með KK á Vogi.
22:00 Brenna og brekkusöngur undir stjórn Lolla við Svartaskóla
23:00 Dansleikur með Stuðlabandinu í Dalabúð.

Sunnudagur 26. apríl

15:00-17:00 Flóamarkaður til styrktar Slysavarnarfélaginu í Björgunarsveitarhúsinu.
20:00 Spurningakeppni undir stjórn Einars Jóns í Dalabúð.
Meðan á Jörvagleði stendur verður opið hjá Handverkshópnum Bolla alla dagana frá kl. 13-18, Hjá Jófríði 13-17 og Blómalindinni 11-18, en þar sýnir Silja Rut Thorlacius ljósmyndir.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei