Skátafélagið Stígandi

DalabyggðFréttir

Framundan hjá skátafélaginu Stíganda er bæjarhreinsun 10. maí og vorferð síðar í maí. Þessir tveir viðburðir eru opnir öllum sem vilja leggja félaginu lið og hafa gaman.

Bæjarhreinsun í Búðardal

Skátafélagið Stígandi stendur fyrir bæjarhreinsun í Búðardal, fimmtudaginn 10. maí kl. 15. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hreinsuninni með skátunum, t.d. taka til í götunni sinni, görðunum og næsta nágrenni. Mælt er með að fólk mæti í vinnufötum og með hanska. Að lokinni hreinsuninni verður grillveisla.

Vorferð í heimabyggð

Skátafélagið Stígandi stendur fyrir vorferð í heimabyggð í maímánuði, dagsetning ekki endanlega ákveðin. Gengið verður frá Dalabúð og niður að ósum Laxár. Öllum er velkomið að taka þátt og er eldri borgurum sérstaklega boðið að taka þátt með skátunum. Allir klæði sig eftir veðri og komi með nesti.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei