Opið var fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar frá 2. desember 2022 til og með 14. janúar 2023.
Menningarmálanefnd Dalabyggðar tók úthlutun fyrir á 29. fundi nefnarinnar þann 19. janúar sl.
Það er greinilegt að fjölbreytt menningarlíf á sér stað í Dalabyggð og er það von nefndarinnar að styrkirnir ýti enn frekar undir að menningarverkefni í héraði fái að blómstra.
Í sjóðinn bárust 12 umsóknir að upphæð 2.290.000 kr.- og til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-
Það eru 7 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni:
Sigurbjörg Kristínardóttir – Kórstarf: 200.000kr.-
Sigurbjörg hlýtur styrk fyrir kórstarf hjá blönduðum kór í Dalabyggð sem stefnir einnig á tónleikahald á árinu m.a. í tengslum við Jörvagleði 2023.
Alexandra Rut Jónsdóttir – Er líða fer að jólum (tónleikahald): 200.000kr.-
Alexandra hlýtur styrk fyrir tónleikana Er líða fer að jólum þar sem fram kemur áhugafólk um söng og hljóðfæraleik úr Dala- og
Mýrasýslu. Tónleikarnir verða haldnir í desember 2023.
Slysavarnadeild Dalasýslu – Skemmtikvöld: 200.000kr.-
Slysavarnadeild Dalasýslu hlýtur styrk til að halda skemmtikvöld fyrir íbúa Dalabyggðar á árinu.
Sælureiturinn Árblik – Jólaball: 40.000kr.-
Sælureiturinn Árblik hlýtur styrk til að halda jólaball fyrir alla fjölskylduna í desember 2023.
Sigrún Hanna Sigurðardóttir – Lífið á Laugum (sýning, hlaðvarp): 200.000kr.-
Sigrún hlýtur styrk til að standa fyrir sýningu, viðburði og upptöku á hlaðvarpi tengdu Laugaskóla í tengslum við Jörvagleði 2023.
Iceland up close ehf – Refill (hugmyndasmiðja): 100.000kr.-
Iceland up close hlýtur styrk til að skipuleggja og halda hugmyndasmiðju fyrir krakka á aldrinum 10 til 16 ára, sem fjallar um það að búa til refil eða refla sem segir/segja sögur Dalanna.
Ungmennafélagið Ólafur Pá – Póstbrautin (þrautabraut): 60.000kr.-
Ungmennafélagið hlýtur styrk til að skipuleggja og útbúa þrautabraut undir nafninu Póstbrautin í tengslum við Pósthlaupið 2023, þar sem verkefni/aðstæður landpósta eru yfirfærðar á æfingar/hreyfingu um leið og sögu landpósta í Dalabyggð eru gerð skil.
Menningarmálanefnd þakkar umsækjendum kærlega fyrir áhuga á sjóðnum.
Ákvörðun nefndarinnar fer til afgreiðslu sveitarstjórnar á næsta fundi hennar, þann 9. febrúar n.k.