9,7 milljónir úr Uppbyggingarsjóði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) var haldin föstudaginn 20. janúar sl.
Heildarúthlutun styrkja var 48.080.000 krónur og var þeim úthlutað á 81 verkefni en alls bárust 121 umsókn í þremur flokkum: Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir, Menningarstyrkir og Stofn- og rekstrarstyrkir menningar.

Það er ánægjulegt að segja frá því að 9.700.000kr.- komu í hlut verkefna í Dalabyggð eða 13 verkefni alls.
Styrkhöfum er óskað til hamingju með árangurinn og verður gaman að fylgjast með framhaldi þessara verkefna.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úthlutanir til verkefna í sveitarfélaginu:

 

Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir

Urður ullarvinnsla – 500.000 – Ingibjörg Þóranna Steinudóttir
Umhverfisvænni og heilbrigðari landbúnaður með hjálp Bokashi  –  1.250.000  –  Anna B. Halldórsdóttir
Uppskera á bláskel í Hvammsfirði – 1.250.000 – Hvammskel ehf
Dalahvítlaukur – 1.300.000 – Svarthamrar vestur ehf

Samtals 4.300.000

 

Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála

Rekstur Vínlandsseturs 2023 – 1.000.000 – Vínlandsetrið
Rekstur Eiríksstaða 2023 – 1.000.000 – Iceland Up Close ehf

Samtals 2.000.000

 

Menningarstyrkir

Listviðburðir í Dalíu – 300.000 – D9 ehf
Er líða fer að jólum – 350.000 – Alexandra Rut Jónsdóttir
Uppsetning á leikverki – 400.000 – Leikklúbbur Laxdæla
Listasafn Dalasýslu 30 ára – 400.000 – Byggðasafn Dalamanna
Ólafsdalshátíð 2023 – 500.000 – Ólafsdalsfélagið
Kona að strokka – 700.000 – Þorgrímur E. Guðbjartsson
Tilraunafornleifahátíð á Eiríksstöðum – 750.000 – Iceland Up Close ehf

Samtals 3.200.000

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei