Athugið – breyting á staðsetningu dagskrárliða !!

DalabyggðFréttir

Vegna tæknilegra örðugleika þarf að flytja Rokkhátíðina Slátur í Dalabúð í Búðardal.
Hagyrðingakvöld og sviðaveisla verður flutt úr Dalabúð í félagsheimilið Árblik. Það verður bara enn meira rokk og fleiri svið…
Rokkhátíðin Slátur – Haustfagnaður sauðfjárbænda í Dölum

Föstudaginn 23. október nk. verður rokkað í Dölunum. Þar koma saman í Dalabúð nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í dag. Gleðin hefst kl. 20 og stendur svo lengi sem þarf. Það kostar ekkert inn en dagskipanin er að skemmta sér og vera glaður.Hljómsveitirnar sem halda uppi stuðinu eru: Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, Rass, Agent Fresco, Reykjavík!, Grjóthrun í Hólshreppi og Black Sheep (allar hljómsveitir fá greitt í dilkum og sviðakjömmum eins og hver maður torgar)

Frábær tónlist, gleði, kjöt og stuð! Já, og það skal ítrekað: Það kostar ekkert inn og rúsínan í pylsuendanum er frábær dagskrá alla helgina í tengslum við Haustfagnaðinn:
Hrútasýning, hagyrðingakvöld, sviðaveisla, knattspyrnumót, Íslandsmeistaramótið í rúningi o.fl. o.fl.Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal verður vígð laugardaginn 24.10 kl 12:00 og opnar þá aftur fyrir almenning. Laugin var síðast notuð í kringum 1870 en lenti þá í grjóthruni og hefur ekki til hennar spurst síðan, þar til nú. Það verður að teljast merkilegt að hún opni aftur 140 árum síðar!

Komdu í Dalina, baðaðu þig í Guðrúnarlaug, skoðaðu hrúta og taktu Slátur!

Kveðja,
Grímur Atlason
Sveitarstjóri Dalabyggðar
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei