Auðarskóli á Nótunni

DalabyggðFréttir

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla á Vesturlandi og á Vestfjörðum fór fram á Hólmavík á laugardaginn var.
Auðarskóli sendi söngsveit og harmonikusveit til þátttöku. Sveitirnar stóðu sig báðar mjög vel og fékk söngsveitin sérstaka viðurkenningu fyrir „framúrskarandi flutning“.
Það sem vakti einnig mikla athygli annarra gesta var sú mikla aldursbreidd sem var í báðum sveitunum. Nemendur í leik- og grunnskóla sem þátt tóku voru hátt í 40 og þeim fylgdi mikill fjöldi foreldra og ættingja. Ferðin og þátttakan var nemendum sem starfsfólki skólans til mikils sóma.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei