Blótum þorra!

DalabyggðFréttir

Nú er þorrinn gengin í garð. Það er óhætt að segja að þá sé félagslíf með allra líflegasta móti í Dalabyggð. Þorrablótin eru fjögur talsins og óhætt að mæla með þeim öllum.
Laxárdalsmenn ríða á vaðið í kvöld, 23. janúar, en þá er þorri blótaður í Dalabúð. Laugardaginn 30. janúar er röðin komin að Tjarnarlundi, 6. febrúar eru það svo Suðurdalirnir í Árbliki og loks þann 13. febrúar verður þorri blótaður í félagsheimilinu að Staðarfelli. Það ætti enginn að svelta á þessum þorra eða láta sér leiðast.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei