Námskeið í framsögn og ræðumennsku

DalabyggðFréttir

Einar Örn Thorlacius heldur námskeið í framsögn og ræðumennsku í Auðarskóla dagana 1. og 8. febrúar nk. á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Einar ætti að vera Dalamönnum að góðu kunnur en hann er fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps og Hvalfjarðarsveitar.
Á námskeiðinu verður Kennd verður framkoma í ræðustól, hvernig bæta má framsögn og öryggi. „Tilvalið fyrir væntanlega frambjóðendur og alla hina líka“ eins og segir í námsvísi.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið á vef Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei