Bókabingó sumarið 2022 gekk vel

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarbingói í sumar með þátttöku 5-12 ára barna. Mæltist þetta vel fyrir og flestir sem skráðu sig, stóðu við markmið sín. Allir fengu umbun fyrir þátttökuna og viðurkenningarskjal frá bókaverði.

Stefnt er að því að þetta verði árlegur sumarviðburður hjá bókasafninu, í þeirri von að það glæði og efli lestraráhuga barna og jafnvel að þau nái að draga fullorðna fólkið með sér í lesturinn líka.

Takk fyrir að vera með krakkar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei