Byggðasafn Dalamanna – sögustundir

Dalabyggð Fréttir

Næstu þrjá sunnudaga kl. 16 verða endurteknar þrjár sögustundir frá því í vetur á Byggðasafni Dalamanna.
Aðgangseyrir er 1.000 kr og hægt að koma fyrr og skoða safnið í leiðinni. Ókeypis er fyrir þá sem komu í vetur og eru að mæta í annað sinn á viðkomandi sögustund.
Sælingsdalslaug er opin kl. 12-18 þessa sunnudaga.

Sýslu-Helga

Fyrsta sögustund ágústmánuðar verður sunnudaginn 16. ágúst kl. 16. Helga Agnesardóttir (1751-1834) var förukona í Dölum og víðar. Sagt verður frá lífshlaupi hennar, barneignum, samskiptum við yfirvaldið og sitthvað fleira kemur við sögu.

Kínaferð Árna frá Geitastekk

Önnur sögustund ágústmánuðar verður sunnudaginn 23. ágúst kl. 16. Árni Magnússon (1726-1810) var bóndi á Geitastekk í Hörðudal. Árið 1753, þá 27 ára gamall, fór Árni til Danmerkur og þaðan lá leið hans víða um heim, m.a. til Kína og var talinn víðförlastur Íslendinga á þeim tíma.

Saura-Gísli

Þriðja sögustund ágústmánuðar verður sunnudaginn 30. ágúst kl.16. Gísli Jónsson (1820-1894) bóndi á Saurum varð landsþekktur fyrir barneignir og hirðusemi, sem síðan leiddu til langvarandi málaferla. Gísli var og líklega eini Dalabóndinn sem þurfti danskt herlið til að handtaka.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei