Verklag vegna vinnu nærri ljósleiðara

Kristján IngiFréttir

Að gefnu tilefni er landeigendum og öðrum sem hyggja á jarðrask nærri ljósleiðara Dalaveitna bent á leiðbeiningar um verklag sem hefur verið sett inn á undirsíðu veitunnar. Viðgerð á skemmdum ljósleiðara er kostnaðarsöm og veldur truflunum fyrir notendur kerfisins. Með samráði við fulltrúa Dalaveitna er hægt að koma í veg fyrir slíkt og sé öllum leiðbeiningum fylgt er framkvæmdaraðili ekki ábyrgur fyrir kostnaði viðgerðar. Sé ekki haft samband við veituna getur sá kostnaður fallið á þann sem veldur tjóninu.

Nálægð við ljósleiðara getur verið allt frá 50-100m eftir aðstæðum og hversu umfangsmikið raskið verður. Í sumum tilfellum getur starfsmaður veitunnar metið að ekki þurfi að koma á staðinn. Varast skal að styðjast við minni eða munnmæli um hvar strengurinn liggur þar sem slíkt getur brugðist, misskilist eða ekki verið samkvæmt því hvernig strengurinn var á endanum plægður niður. Viðgerð í kjölfar skemmdar vegna rangra upplýsinga eða útsetningar er á ábyrgð Dalaveitna.

Leiðbeiningar um verklag er á síðu Dalaveitna, sem má finna undir „ÞJÓNUSTA“ – „Önnur þjónusta“ – „Dalaveitur“. Síðan er uppfærð eftir þörfum og skal því leita þangað eftir nýjustu útgáfu af leiðbeiningum og upplýsingum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei