Félög í Dalabyggð hvött til að bregðast við

DalabyggðFréttir

Með nýlegri lagabreytingu var ríkisskattstjóra falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum. Um er að ræða nokkuð yfir 1.100 félög, þar af nokkur sem skráð eru í Dalabyggð.

Skatt­ur­inn skorar á eig­end­ur skráðra fé­laga um að skrá raun­veru­lega eig­end­ur fé­lag­anna. Verði það ekki gert á næstu tveim­ur vik­um (talið frá 11. janúar 2023) mun rík­is­skatt­stjóri taka ákvörðun um að krefjast slita eða skipta á fé­lög­un­um, samkv. auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu.

Samkvæmt upplýsingum eru sjö félög á listanum með lögheimili í Dalabyggð (póstnr. 370 og 371):

Foreldrafélag Auðarskóla
Þaulsetur sf.
Sauðfjárræktarfélagið Logi
Samband breiðfirskra kvenna
Vörubílstjórafélag Dalasýslu
Ferðamálafélag Dalas/Reykhólahr
Alþýðusamband Vesturlands

Eigendur/ábyrgðarmenn eru hvattir til að bregðast við. Leiðbeiningar má m.a. finna hér: Fyrirhuguð slit og skipti þeirra lögaðila sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei