Íslenskunámskeið á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Símenntun á Vesturlandi vekur athygli á því að íslenskunámskeið fyrir innflytjendur fara að hefjast á Vesturlandi.

• Íslenska 1b í Grundarfirði hefst 12. janúar
• Íslenska 2 í Ólafsvík hefst 16. janúar
• Íslenska 1b í Borgarnesi hefst 17. janúar
• Íslenska 2 á Akranesi hefst 23. janúar

Íslenskunámskeið eru ætluð fullorðnum einstaklingum sem eru að byrja að læra íslensku sem annað tungumál.
Nemendur læra íslenska stafrófið, grunn í málfræði, framburð og daglegan orðaforða sem er kenndur með einföldum samtölum og verkefnum. Mikil áhersla er lögð á talþjálfun.

Íslenskunámskeið fara reglulega af stað hjá Símenntun svo það er um að gera að fylgjast með á samfélagsmiðlunum okkar og vefnum.

Ef þú eða einhver í kringum þið gæti haft gagn af þessu langar okkur að biðja þig að koma upplýsingunum áfram.
Skráning fer fram á vefnum okkar www.simenntun.is eða í tölvupósti simenntun@simenntun.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei