Firmakeppni og reiðsýning

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður og Hestaeigendafélag Búðardals standa sameiginlega fyrir dagskrá í hesthúsahverfinu í Búðardal á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl n.k.
Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að heimsækja hesthúsin og athafnasvæði hestamanna og fylgjast með skemmtilegri dagskrá. Einhver hesthús verða opin og er öllum velkomið að kíkja í heimsókn til okkar.

Dagskrá:

13:00 Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardal á reiðvellinum
15:30 Reiðsýning nemenda á reiðnámskeiði Glaðs í reiðhöllinni
Eftir reiðsýninguna verður pylsugrillveisla í reiðhöllinni.
Hestamenn hlakka til að sjá sem flesta!
Auglýsing Glaðs og Hesteigendafélagsins
www.gladur.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei