Konukvöld í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Kl. 20.00, föstudaginn 30. apríl verður konukvöld í Leifsbúð.
Jæja stelpur, nú gerum við okkur glaðan dag svona fyrir sauðburð og vorverkin.

Þar verður hún Soffía frá Undirföt.is með kynningu, undirföt, náttföt barna og kvenna og margt fleira. Katrín kynnir Volare, Heiða með Friendtex, og Helga Dóra hárvörur, tilboð á völdum vörum. Fríða Mjöll leiðbeinir varðandi förðun og litaval.
Í Leifsbúð verður Freyja með tilboð á veitingum, salat m/humri, heitt nachos og salsa ofl. Pantanir á veitingum í síma 869 6463. eigi síðar en 28 apríl.
Barinn opinn.
Sjáumst hressar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei