Fjárhagsáætlun lögð fram

DalabyggðFréttir

Fyrri umræða fjárhagsáætlunar Dalabyggðar var í sveitarstjórn 8. desember sl. Samþykkt var að vísa áætluninni til annarrar umræðu sem stefnt er að fari fram þann 17. desember nk.

Helstu niðurstöður
Áætlunin er lögð fram til fyrri umræðu með um 9 m.kr. afgangi þegar aðalsjóður og B-hluta fyrirtæki eru lögð saman í samstæðureikningi.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 38,9 m.kr.

Veltufé frá rekstri samstæðunnar er 49,1 m.kr. og er veltufjárhlutfall 1,7 en það er hlutfall sem segir til hversu sveitarfélagið er vel í stakkbúið til að greiða skammtímaskuldir sínar. Æskilegt að hlutfallið sé 1 eða hærra.

• Tekjur A-hluta eru áætlaðar 464,4 m.kr. og tekjur samstæðunnar 592,7 m.kr.
• Gjöld eru áætluð 553,7 m.kr.
• Fjármagnsliðir eru áætlaðir 29,9 m.kr.
• Handbært fé í árslok er áætlað 84,9 m.kr. Það var áætlað 73,6 í árslok 2009.
Helstu forsendur áætlunarinnar
• Útsvarstekjur standa í stað.
• Álagningarprósenta útsvars verði óbreytt eða 13.28%.
• Tekjur frá Jöfnunarsjóði dragast saman um 14% frá endurskoðaðri áætlun 2009. Þetta þýðir um 30 m.kr. samdrátt í tekjum.
• Gjaldskrár hækki almennt um 8%.
• Gert er ráð fyrir að sveitarsjóður muni fjármagna hluta framkvæmda á nýju ári með 20 m.kr. lántöku.
• 5% hækkun launa. Hér er gert ráð fyrir meiri hækkun en umsamdar hækkanir gera ráð fyrir.
• 5% hækkun vörukaupa en farið var yfir alla liði og hagrætt eins og frekast var unnt. Verðbólga á ársgrundvelli er áætluð 5%.
• Tryggingargjald hækkar frá 1. júní 2009 úr 5,37% í 8,6%. Það þýðir 8,9 m.kr. hækkun fyrir Dalabyggð.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei