Forsetinn heimsækir Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson mun sækja Dalabyggð heim á morgun, föstudaginn 23. október. Forsetin mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Hann mun m.a. sækja heim Dvalarheimilið
Silfurtún, MS í Búðardal og Auðarskóla þar sem FM Belfast mun stíga á stokk.
Forsetinn situr einnig málþing og stofnfund ungra bænda í Dalabúð auk þess að taka þátt í vígsluathöfn Guðrúnarlaugar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei