Fyrirheit Bjarna Ómars í Skriðulandi

DalabyggðFréttir

Tónleikar
Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarmaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík gaf út diskinn Fyrirheit sl. haust. Diskurinn inniheldur 12 lög eftir Bjarna og eru flestar lagasmíðarnar melódískt popp í rólegri kantinum. Ástin og samkipti kynjanna skipa stórt hlutverk í textagerð. Bjarni mun kynna plötuna ásamt Stefáni Steinari Jónssyni píanóleikara í versluninni Skriðulandi þriðjudagskvöldið 16. júní og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30. Vakin er athygli á að frítt er á tónleikana en að þeim loknum mun Bjarni selja og árita diskinn fyrir áhugasama. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vestfjarða
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei