Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003.

Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald.
Síðan eru greiddar 6.500 kr. í árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí.

Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár.
Í árgjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun.

Nánari upplýsingar er að finna HÉR.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei