Fyrsta kaffispjall vetursins

DalabyggðFréttir

Í vetur verður boðið upp á fræðsludagskrá í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Markmiðið er að fá reglulega erindi, kynningar og halda utan um kaffispjall vegna ákveðinna umræðuefna sem íbúar geta sótt.

Ákveðið var að hefja dagskránna á kaffispjalli sem fram fór þriðjudaginn 20. september sl. og sneri að Frumkvæðissjóði DalaAuðar.

Gestir gátu mætt og tekið tal með Lindu Guðmundsdóttur verkefnastjóra DalaAuðar ásamt því að velta upp hugmyndum að mögulegum verkefnum í stærri hóp.

Kaffispjallið var bæði upplífgandi og fróðlegt sem gefur fyrirheit um að komandi fræðsludagskrá eigi eftir að gagnast vel.

Fræðsludagskrá októbermánaðar verður auglýst þegar nær dregur.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei