Endurgreiðsla eftirstöðva sundkorta

DalabyggðFréttir

Eins og áður hefur verið tilkynnt vill Dalabyggð bjóða íbúum sem eiga miða/kort í Sælingsdalslaug að fá endurgreitt það sem eftir stendur vegna breytinga á rekstri laugarinnar.

Dalabyggð mun fá öll kort til sín á næstu dögum og þurfa eigendur að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar til að hægt sé að ganga frá greiðslu fyrir árslok 2022.

Hægt er að hafa samband í síma 430-4700 milli kl.09:00 – 13:00 á virkum dögum eða senda tölvupóst á mottaka@dalir.is

Nýr rekstraraðili mun svo hefja sölu á sambærilegum kortum eftir að þau taka við.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei