Fyrsta úthlutunarhátíð DalaAuðs – 21 verkefni hlutu styrk

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 4. nóvember 2022 var úthlutunarhátíð DalaAuðs haldin að Laugum í Sælingsdal.

DalaAuður er verkefni undir hatti brothættra byggða og styrkt af Byggðastofnun. Um er að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóði DalaAuðs þar sem til úthlutunar voru 12.250.000 kr.-

Í sjóðinn bárust 30 umsóknir og voru 21 verkefni af þeim sem fengu styrk að þessu sinni. 

Úthlutunarhátíðin var vel skipulögð, hófst á úthlutunum (sjá yfirlit styrkþega hér fyrir neðan) og því næst voru tvö verkefni kynnt betur.
Annars vegar verkefnið „Umhverfisvænni og heilbrigðari landbúnaður með hjálp Bokashi“ sem Anna Berglind Halldórsdóttir kynnti og hins vegar verkefnið „Sjúkraþjálfara aðstaða í Búðardal“ sem Ingibjörg Jóhannsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir kynntu. 

Að því loknu flutti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar ávarp. Bjarki óskaði styrkhöfum til hamingju og sagði meðal annars:
Það er hugur í okkur í Dölunum, það mátti svo sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna sem og gæðum umsókna í frumkvæðissjóðinn, afar spennandi verkefni sem öll sem eitt hafa það að markmiði að styrkja innviðina okkar.
Bjarki hvatti fólk einnig til að horfa til þeirra jákvæðu viðhorfsbreytinga sem eru að verða á ímynd dreifbýlis og smærri byggða um alla Evrópu.

Að formlegri dagskrá lokinni bauð Dalabyggð gestum upp á veitingar, þar sem fólk náði að taka tal saman um hugmyndir styrkþega og framtíð Dalabyggðar, sem er svo sannarlega björt.

Eftirtaldin verkefni hafa hlotið styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs árið 2022:

  • Verkefnið Complete vocal söngnámskeið
    Fær 150.000 kr. í styrk

    Umsækjandi er Guðmundur Sveinn Bæringsson
  • Er líða fer að jólum
    200.000 kr.

    Umsækjandi er Alexandra Jónsdóttir
  • Námskeið í kjötvinnslu
    200.000 kr.

    Umsækjandi er Skúli Hreinn Guðbjörnsson
  • Dalablaðið á netinu
    200.000 kr

    Umsækjandi er Sögufélag Dalamanna og Kruss ehf
  • Rafíþróttadeild Undra
    200.000 kr

    Umsækjandi er Íþróttafélagið Undri
  • Skarðsstöð – deiliskipulagsgerð fyrir ferðaþjónustu
    250.000 kr

    Umsækjandi er Harpa Helgadóttir
  •  Good Morning Iceland
    350.000 kr

    Umsækjandur eru Alexandre Jean-Francois Vicente og Malou Havaiki Cervantes
  • Fótadalsvirkjun
    400.000 kr

    Umsækjandi er Guðlaugur S. Sigurgeirsson ehf.
  • Gönguleið Fellsströnd – Skarðsströnd
    400.000 kr

    Umsækjendur eru Guðmundur Halldórsson og Trausti Bjarnason
  • Fræhöll í Búðardal
    400.000 kr

    Umsækjandi er Dalirnir heilla ehf.
  • Útiræktun grænmetis í Ásgarði
    500.000 kr

    Umsækjandi er Skugga-Sveinn ehf
  •  Aðgengi skóga í Dalabyggð – Brekkuskógur og Laxaborg
    500.000 kr

    Umsækjandi er ný endurreist, Skógræktarfélag Dalasýslu
  • Uppsetning á leikverki
    500.000 kr

    Umsækjandi er Leikklúbbur Laxdæla
  • Fræðsla og sjálfshjálp vegna geðheilsu
    500.000 kr

    Umsækjandi er Bjarnheiður Jóhannsdóttir.
  • Jólasveinar á Íslandi eru úr Dölunum
    600.000 kr

    Umsækjandi er Kruss ehf
  •  Búnaðarkaup vegna íþróttastarfs barna
    1.000.000 kr

    Umsækjandi er Íþróttafélagið Undri.
  • Rúllutætari til uppgræðslu
    1.000.000 kr

    Umsækjandi er Búnaðarfélag Hvammsfjarðar
  • Dýragarðurinn Hólum
    1.000.000 kr

    Umsækjandi er Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld
  • Dalahvítlaukur
    1.000.000 kr

    Umsækjandi er Svarthamar Vestur ehf
  • Sjúkraþjálfara aðstaða í Búðardal
    1.300.000 kr

    Umsækjandi er Ungmennafélagið Ólafur Pá
  • Umhverfisvænni og heilbrigðari landbúnaður með hjálp Bokashi
    1.600.000 kr

    Umsækjendur eru Anna Berglind Halldórsdóttir og Ólafur Bragi Halldórsson

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei