Glókollur – opnað fyrir umsóknir

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Glókolli – styrkjum til verkefna og viðburða á málefnasviðum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis.

Glókollsstyrkir geta numið allt að einni milljón króna fyrir hvert verkefni en þeir eru ætlaðir til verkefna og viðburða á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta, netöryggis og upplýsingasamfélags.

Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is og allar frekari upplýsingar um styrkina er að finna á sérstakri Glókolls-síðu á vef Stjórnarráðsins.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei