Guðþjónusta og helgiganga

DalabyggðFréttir

Á sunnudaginn verður helgiganga kl. 12.30 og guðþjónusta kl. 14 í Dagverðarnesi.
Gengið verður í helgigöngu frá kirkjunni með keltneskan sólarkross í nágrenni hennar.
Sr. Óskar Ingi Ingason sóknarprestur og sr. Gunnþór Þ. Ingason prestur á sviði þjóðmenningar leiða helgistundir við Altarishorn og Kirkjuhóla.
Starfshópur þjóðkirkjunnar um helgistaði á föruleiðum og Dagverðarnessókn standa að göngunni.
Allir eru velkomnir.
Árleg guðsþjónusta í Dagverðarneskirkju verður síðan kl. 14. Athöfnin er hefðbundinn og allir eru velkomnir.
Boðið verður upp á kaffi eftir athöfn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei