Héraðsmót UDN

DalabyggðFréttir

Árlegt hérðasmót UDN í frjálsum íþróttum verður laugardaginn 13. ágúst, kl. 10:30 á vellinum í dalnum í Búðardal. Keppt verður í hefðbundnum greinum og aldursflokkum eins og verið hefur.
Skráningar skulu sendast til Hönnu Siggu á netfangið hannasigga@audarskoli.is og berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 10. ágúst.
Sem fyrr er þess vænst að einhverjir gefi sig fram sem starfsmenn á mótinu og væri einnig gott að fá meldingu um það á sama netfang.
Að móti loknu verður kveikt upp í grilli og boðið uppá pylsur. Þeir sem það vilja geta komið með annað matarkyns á grillið.
Iðkendur UDN í frjálsum hafa verið að gera góða hluti í sumar og má því jafnvel búast við að einhver héraðsmet geti fallið! Því er um að gera að mæta og hvetja fólk til dáða.

Heimasíða UDN

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei