Leir-Gugga

DalabyggðFréttir

Guðbjörg Björnsdóttir leirlistarkona mun segja frá rannsóknum sínum og tilraunum með Dalaleirinn laugardaginn 6. apríl 2019 kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna. Þá mun hún segja frá ferð sinni til Þýskalands sumarið 2017 og starfsnámi í postulínsverksmiðjunni Wagner & Apel í Lippelsdorf.

Allir eru velkomnir á sögustund á Byggðasafni Dalamanna á meðan húsrúm leyfir.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei