Íbúafundur um ferðamannastaði í Dalabyggð verður haldinn í Dalabúð, miðvikudaginn 14. ágúst, kl. 16-20.
Dagskrá
– Núverandi staða ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
– Kynning á verkefni um skráningu ferðamannastaða í Dalabyggð.
– Vinnuborð: umræður um sérstöðu og tækifæri í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
– Vinnuborð: kortlagning áhugaverðra staða í Búðardal og nágrenni.
– Samantekt
Súpa og brauð verður í boði sveitarfélagsins.
Endilega mætið þó þið komist ekki strax kl 16. Ykkar skoðun skiptir máli!
F.h. áhugahóps um eflingu ferðaþjónustu í Dalabyggð,
Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt