Jólamarkaðir við Gilsfjörð

DalabyggðFréttir

Um helgina verða jólamarkaðir beggja vegna Gilsfjarðar, á Skriðulandi í Saurbæ og Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi.
Handverkshópurinn Bolliverður með sinn árlega jólamarkað á Skriðulandi dagana 25.-27. nóvember. Markaðurinn verður opinn föstudag til sunnudags, kl. 9-18. Verslun Bolla í Búðardal verður síðan opin 1.-23. desember, kl. 12-19.
Árlegur markaður félagasamtaka í Reykhólasveit verður handan fjarðarins í Kaupfélagshúsinu Króksfjarðarnesi fyrstu helgina í aðventu, 26.-27. nóvember. Opið verður laugardag og sunnudag kl 13-17.
Söluaðilar í Króksfjarðarnesi eru Kvenfélagið Katla, Handverksfélagið Assa, Vinafélag Barmahlíðar, Vinafélag Grettislaugar, Lionsdeildin Reykhólum, Nemendafélag Reykhólaskóla, Björgunarsveitin Heimamenn, Starfsmannafélag Barmahlíðar og Krabbameinsfélag Breiðfirðinga.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei