Bókasafnsdagurinn

DalabyggðFréttir

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn fimmtudaginn 14. apríl á bókasöfnum um allt land.
Félag bókasafns- og upplýsingafræða, Upplýsing, stendur fyrir deginum í samstarfi við bókasöfn landsins.
Markmið bókasafnsdagsins er að vekja athygli á öllu því góða starfi sem unnið er á bókasöfnunum og kynna mikilvægi bókasafna fyrir samfélagið.
Í tilefni dagsins verður Héraðsbókasafn Dalasýslu opið frá 10 til 17 fimmtudaginn 14. apríl.
Guðrún Kristinsdóttir mun lesa fyrir börn á öllum aldri kl. 10:30 og aftur kl. 13:00.
Heitt verður á könnunni.
Verið velkomin.
Bókavörður.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei