Kaldalónstónar

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 20. febrúar verður dagskrá um Sigvalda Kaldalóns á Hólmavík.
Dagskráin hefst í Hólmavíkurkirkju kl 14 þar kirkjukórinn syngur og farið verður yfir lífsferil Sigvalda Kaldalóns og flutt tónlist eftir hann. Auk kirkjukórsins koma fram borgfirskir listamenn.
Ennfremur verður sama dag opnuð sýning í félagsheimilinu á Hólmavík um Sigvalda. Um er að ræða samstarfsverkefni kirkjukórs Hólmavíkurkirkju, Þjóðfræðistofu og Snjáfjallaseturs.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei