Karlakórinn Ernir í Dalabúð!

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 8. maí kl. 16:00 mun Karlakórinn Ernir frá norðanverðum Vestfjörðum koma og gleðja Dalamenn og nærsveitunga með tónleikum í Dalabúð.
Á söngskránni eru innlend og erlend lög af ýmsum toga, allt frá íslenskum þjóðlögum til laga úr erlendum söngleikjum.
Stjórnandi kórsins er Beata Joo, undirleikari Hulda Bragadóttir.
Einsöng munu nokkrir meðlimir kórsins sjá um.
Komið og látið karlmannlega tóna að vestan bera ykkur inn í sumarið!
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei